Árni og ríkið bótaskyld

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Árna M. Mat­hiesen, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra, og ís­lenska ríkið til að greiða Guðmundi Kristjáns­syni, lög­fræðingi, 3,5 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur og 1 millj­ón króna í máls­kostnað fyr­ir að skipa Þor­stein Davíðsson í embætti héraðsdóm­ara á Norður­landi eystra und­ir lok árs­ins 2007. Árni skipaði í embættið sem sett­ur dóms­málaráðherra.

Guðmund­ur sótti um embætti héraðsdóm­ara haustið 2007 ásamt fjór­um öðrum. Dóm­nefnd taldi, að all­ir um­sækj­end­urn­ir væru hæf­ir. Þrír voru tald­ir mjög vel hæf­ir, þar á meðal Guðmund­ur, tveir tald­ir hæf­ir, þar á meðal Þor­steinn.

Guðmund­ur höfðaði skaðabóta­mál gegn Árna og rík­inu og krafðist 5 millj­óna króna í miska­bæt­ur og einnig að viður­kennt yrði að Árni og ríkið væru skaðabóta­skyld.

Í niður­stöðu héraðsdóms seg­ir, að Árni hafi með sak­næm­um og ólög­mæt­um hætti gengið á svig við niður­stöður lög­boðinn­ar dóm­nefnd­ar og skipað ein­stak­ling, sem flokkaður er tveim­ur hæfn­is­flokk­um neðar en Guðmund­ur og með brot af starfs­reynslu  hans. Það sé ólög­mæt mein­gerð á æru og per­sónu Guðmund­ar. 

Í hnot­skurn sé málið það, að með skip­an þess sem fékk embættið sé gengið þvert gegn vilja lög­gjaf­ans, þ.e. að styrkja sjálf­stæði dóm­stól­anna og auka traust al­menn­ings á því að dóm­ar­ar séu óháðir hand­höf­um fram­kvæmda­valds­ins. Þetta hafi verið gert án þess að sá er fékk embættið hafi haft uppi at­huga­semd­ir við niður­stöðu dóm­nefnd­ar­inn­ar.

Þá hafi það tekið Árna mjög stutt­an tíma, að und­ir­búa veit­ingu embætt­is­ins. Hann aflaði ekki frek­ari upp­lýs­inga eða gagna.

„Í ljósi mennt­un­ar sinn­ar og starfs­reynslu verður að telja að hann hafi ekki fag­lega þekk­ingu á störf­um dóm­stól­anna. Við ákvörðun sína bygg­ir hann á því að 4 ára starfs­reynsla, sem aðstoðarmaður ráðherra, en lög­fræðimennt­un er ekki skil­yrði fyr­ir því starfi, upp­hefji 35 ára starfs­reynslu stefn­anda sem öll teng­ist dóm­stól­un­um. Þessi hátt­semi stefnda, Árna, er óra­fjarri skyld­um hans sem veit­ing­ar­valds­hafa við skip­un í dóm­ara­embætti og eðli­legt að stefn­andi höfði mál á hend­ur ráðherra per­sónu­lega. Er það mat dóms­ins að stefndi, Árni, eigi per­sónu­lega að standa straum af til­dæmd­um miska­bót­um.

Hins veg­ar hef­ur stefndi, ís­lenska ríkið, byggt á því að það beri vinnu­veit­enda­ábyrgð á gerðum ráðherra. Dóm­ur­inn er bund­inn af þeirri máls­ástæðu stefnda, ís­lenska rík­is­ins, og verður því stefndu gert að greiða stefn­anda miska­bæt­ur óskipt," seg­ir í niður­stöðu héraðsdóms.  

Dóm­ur­inn sýknaði ríkið og Árna hins veg­ar af skaðabóta­kröfu Guðmund­ar á þeirri for­sendu, að ósannað væri að hann hefði verið skipaður í embættið  um­fram hina tvo um­sækj­end­urna sem metn­ir voru mjög vel hæf­ir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert