Hraun bræðir sér leið

Hvítu gufurnar eru þar sem hraun mætir ís. Grái mökkurinn …
Hvítu gufurnar eru þar sem hraun mætir ís. Grái mökkurinn stendur upp af gígnum. Þórdís Högnadóttir/Jarðvísindastofnun HÍ

Hraun úr gígn­um á Eyja­fjalla­jökli er tekið að bræða sig inn í jök­ul­inn til norðurs, í átt að Gíg­jökli. Magnús Tumi Guðmunds­son pró­fess­or flaug ásamt fleiri vís­inda­mönn­um með Flug­fé­lag­inu Erni yfir gosstöðvarn­ar í dag. Hann sagði að þeir hafi séð guf­una stíga upp þar sem ís­inn var að bráðna.

Magnús Tumi sagði að hraunið sé að bræða sér leið til norðurs og gos­dæld­irn­ar séu að stækka í þá átt.  „Við sáum guf­una stíga af hraun­inu,“ sagði Magnús Tumi. „Hraunið leit­ar und­an hall­an­um norður frá gíg­un­um og er komið nokk­ur hundruð metra. Það stefn­ir niður vatns­rás­ina að Gíg­jökli. Þetta er skýr­ing­un á vatn­inu sem er að renna.“

Magnús sagði að ís­stálið sé um 150 metra þykkt þar sem hraunið bræðir jök­ul­inn neðan­frá og leng­ir dæld­irn­ar. Mjög hef­ur dregið úr krafti eld­goss­ins og met­ur Magnús kraft þess nú svipaðan og eld­goss­ins á Fimm­vörðuhálsi. Hann sagði að hraun­straum­ur­inn sé ekki mik­ill og ösku­mynd­un lít­il. 

Á vefmyndavél Vodafone má sjá gufu stíga upp þar sem …
Á vef­mynda­vél Voda­fo­ne má sjá gufu stíga upp þar sem hraunið er að bræða sér leið inn í jök­ulstálið. www.voda­fo­ne.is/​eld­gos
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert