75% samdráttur í bókunum

Farþegar við innritunarborð á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar við innritunarborð á Keflavíkurflugvelli. mbl.is

Bókanir hjá Icelandair eru aðeins um fjórðungur af því sem þær eru við eðlilegar aðstæður á þessum árstíma.

Mjög hefur líka hægt á bókunum hjá Iceland Express og segir forstjóri félagsins sterklega koma til greina að endurskoða sumaráætlun og fækka ferðum.

Íslensku flugfélögin hafa orðið fyrir mörg hundruð milljóna tapi frá því gosið í Eyjafjallajökli hófst. Tapið er til komið vegna röskunar á flugi. Það sem stjórnendur félaganna hafa mestar áhyggjur af núna er hvernig verður með bókanir næstu vikurnar. Ef að þær aukast ekki á ný á næstu vikum verður tjón ferðaþjónustunnar gríðarlegt.

Sjá ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert