Kort af minnkuðu bannsvæði

Bannsvæðið kringum eldstöðvarnar hefur verið minnkað.
Bannsvæðið kringum eldstöðvarnar hefur verið minnkað. www.almannavarnir.is

Almannavarnir hafa nú gefið út kort sem sýnir bannsvæðið kringum eldstöðvar á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi eftir að það var minnkað.  Leiðin að Sólheimajökli er nú opin og einnig er opið upp á Mýrdalsjökul.  

Vegurinn upp á Fimmvörðuháls er áfram lokaður og bannsvæði er umhverfis gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem vestasti hluti Mýrdalsjökuls er lokaður.

Lokað er inn í Þórsmörk en vegurinn þangað er horfinn á 6 km kafla. Þjóðvegur 1 er opinn undir Eyjafjöllum en vegfarendur eru beðnir um að fara með gát þar sem bráðabirgðaviðgerðir eru á veginum.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert