Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við mbl.is að lögreglan hafi verið með viðbúnað í tengslum fyrirtöku máls í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gegn níu einstaklingum sem eru ákærðir fyrir brot gegn Alþingi.
Þingverðir óskuðu eftir aðstoð lögreglu í dag þegar tveir menn hlýddu ekki fyrirmælum dómara um að yfirgefa réttarsalinn. Það vakti athygli hve fljótt fjölmennt lögreglulið var komið á staðinn eftir að beiðni um aðstoð barst.
„Við vorum tilbúnir ef að eitthvað myndi gerast þarna,“ segir Stefán.
„Lögregla er kölluð til út af því að menn fylgdu ekki fyrirmælum og óskum dómara og dómvarða í Héraðsdómi Reykjavíkur um að fara úr salnum. Þeir sem var þarna ofaukið. Af því að það voru ekki sæti fyrir alla. Og þegar að menn hlýða ekki fyrirmælum þeirra, og síðan ekki fyrirmælum lögreglu þá fylgir handtaka í kjölfarið,“ segir Stefán ennfremur.
Fjölmennur hópur
stuðningsmanna mætti í héraðsdóm í morgun til að vera viðstaddur
fyrirtökuna. Þeir og verjendur sakborninga hafa gagnrýnt aðgerðir lögreglu og starfsmanna héraðsdóms.