Fimm ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 22 ára karlmann, Ívar Anton Jóhannssyni, í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum barnungum stúlkum, vörslur á mjög grófu barnaklámi og fjölmörg auðgunarbrot. Manninum var gert að greiða fórnarlömbum sínum alls 3,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi, allt til 2. júní nk.

Ívar Anton játaði sök hvað varðaði níu auðgunarbrot, tvö fíkniefnabrot og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann en neitaði hins vegar sök þegar kom að kynferðisbrotunum og barnakláminu.

Hvað varðar barnaklámið sem fannst á fartölvu hans sagði Ívar það hafa komið inn á tölvuna sjálfkrafa, og án hans vitundar. Þótti framburðurinn með ólíkindum, en þrátt fyrir það var sérfræðingur leiddur fyrir réttinn. Sagði sérfræðingurinn, að miðað við hvar skrárnar fundust hefði notandi tölvunnar þurft að færa þær til. 

Skrárnar fundust sumar hverjar í aðalvalmynd tölvunnar. Auk þess sem þær hefði þurft að færa til voru skrárnar nefndar þannig að ekki gat farið framhjá notanda tölvunnar, að um barnaklám væri að ræða og það gróft. Um var að ræða átján hreyfimyndir.

Notfærði sér aflsmuni gegn barnungum stúlkum

Kynferðisbrotin voru öll framin á árinu 2009. Um var að ræða tvær ákærur og var önnur gefin út 3. mars 2010 og hin 25. mars 2010.

Ívar Anton var sakfelldur fyrir nauðgun og frelsissviptingu með  því að hafa aðfaranótt 15. nóvember 2009 haft kynferðismörk við stúlku fædda 1993, þröngvað hana til áframhaldandi kynmaka með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Ívar sló hana meðal annars í andlitið á meðan hann hafði við hana samfarir og notfærði sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs- og aflsmuna. Atlagan stóð yfir í um tvær klukkustundir.

Stúlkan hlaut m.a. áverka í andliti og tognun í mjóbaki. Henni voru dæmdar 1,5 milljón króna í miskabætur.

Þá var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og nauðgun, en ívar hafði kynferðismök við stúlku fædda 1995 í desember síðastliðnum. Hann komst í samband við stúlkuna á netinu og greiddi undir hana leigubifreið heim til sín. Þar notfærði hann sér yfirburði gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og aflsmunar og hafði við hana samræði.

Stúlkunni voru dæmdar 800 þúsund krónur í bætur.

Ennfremur var Ívar Anton sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa í eitt skipti í maí á síðasta ári haft samfarir við tvær stúlkur, þrettán og fjórtán ára. Hann hafði samræði við þær til skiptis, m.a. endaþarmsmök við aðra þeirra. Þeim voru dæmdar sex hundruð þúsund krónur í bætur hvorri.

Lét sér ekki segjast eftir kæru

Lögregla gerði húsleit hjá Ívari Antoni 20. nóvember sl. eftir að fyrsta stúlkan lagði fram kæru. Þá fannst m.a. barnaklámið. Þrátt fyrir að hafa yfir sér kæru vegna kynferðisbrots stöðvaði það hann ekki því strax í desember fann hann sér annað og yngra fórnarlamb.

Í dómnum er vísað í niðurstöðu sálfræðings sem segir Ívar Anton á mörkum vægrar þroskahömlunar. Sú hömlun hafi án efa haft áhrif á getu hans til náms sem og á dómgreind. Einnig segir að skilningur hans á afleiðingum tiltekinnar hegðunar sé slakur, Ívar eigi erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður og halda athygli, er hvatvís og kvíðinn auk þess að eiga við fíkniefnavanda að etja. Þá sýndi hann einkenni andfélagslegrar persónuleikatruflunar.

Ívar Anton þjáist hins vegar ekki af geðsjúkdómum og niðurstaðan var sú, að hann átti sig á muninum á réttu og röngu.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka