Hjólreiðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

Hjólað í Reykjavík.
Hjólað í Reykjavík. mbl.is/Golli

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag sl. tillögu Samfylkingarinar um að Reykjavík hefði forystu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

„Hún yrði unnin í samvinnu við önnur sveitarfélög og vegagerðina. Með áætluninni yrði stefnt að því að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla á svæðinu með gerð hjólreiðastígakerfis um allt höfuðborgarsvæðið þar sem hjólreiðar eru hugsaðar sem fullgildur samgöngumáti innan svæðisins. Gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar sem tæki til allra þátta sem máli skipta við að auka notkun reiðhjóla er mikilvægt skref í átt til þeirrar framtíðarsýnar.

Í tillögunni er meðal annars byggt á fyrirliggjandi samgönguáætlun til fjögurra ára sem í fyrsta skipti gerir ráð fyrir framlögum úr ríkissjóði til gerð hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu, líkt og fram kemur í meðfylgjandi greinargerð,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka