Skógasafn í hættu

Byggðarsafn í Skógum undir Eyjafjöllum
Byggðarsafn í Skógum undir Eyjafjöllum mbl.is/Rax


Ösku­fall hef­ur verið mikið und­ir Eyja­fjöll­um og safnið á Skóg­um ekki farið var­hluta af því. Hús og safn­grip­ir eru þakin ösku og mun­ir í hættu. Því er nú hóp­ur safna­manna á svæðinu við þrif og frá­gang muna und­ir for­ystu for­varða Þjóðminja­safns Íslands. Hóp­ur­inn lagði upp frá Reykja­vík snemma í morg­un og verður við vinnu á svæðinu til kvölds.

Hér er á ferðinni þrjá­tíu manna hóp­ur sjálf­boðaliða mest frá ýms­um söfn­um á höfuðborg­ar­svæðinu og er stefnt að því að ná að hreinsa safnið og verja muni fyr­ir skemmd­um, að því er seg­ir í frétta­til­kynnignu.
 
Þjóðminja­safn Íslands hef­ur áður brugðist við aðstæðum sem þess­um og er þar skemmst að minn­ast jarðskjálft­ans á suður­landi 2008 þegar skemmd­ir urðu í Byggðasafni Árnes­inga á Eyr­ar­bakka en eitt viðamesta björg­un­ar­verk­efnið hingað til laut að því að koma Lista­safni Reykja­vík­ur til hjálp­ar þegar skemmd­ir urðu í geymsl­um safns­ins vegna elds.

Þórður Tómasson safnvörður á Skógum
Þórður Tóm­as­son safn­vörður á Skóg­um mbl.is/​Rax
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert