Garðabær skilar hagnaði

Frá Garðabæ.
Frá Garðabæ. mbl.is/RAX

Rekstur A- og B-hluta Garðabæjar skilaði 432,4 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Garðabær er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur skilað jákvæðri niðurstöðu á A- og B-hluta. Reykjavík skilaði hagnaði bara á A-hluta.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir þessa jákvæðu niðurstöðu ekki vera tilviljun. Strax á árinu 2008 hafi stjórnendur bæjarins farið út í mikla vinnu við að hagræða í rekstri sem skilaði sér í minni útgjöldum árið 2009.

Stefnt hafi verið að hallalausum rekstri og það hafi tekist. Í fjárhagsáætlun hafi verið reiknað með 10% aukningu á fjármagnsliðum, talsvert meira en önnur sveitarfélög. Í Garðabæ hafi einnig verið reiknað með 15% lækkun á tekjum sem sé einnig meira en aðrir reiknuðu með í sínum fjárhagsáætlunum. Strangari áætlun hafi skilað því að markmið um hallalausan rekstur hafi náðst.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert