Ætlar ekki að verjast kyrrsetningu

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son seg­ir í sam­tali við Bloom­berg frétta­stof­una, að hann ætli ekki að taka til varna vegna kyrr­setn­ingar­úrsk­urðar, sem kveðinn hef­ur verið upp í Bretlandi og nær til allra eigna Jóns Ásgeirs hvar sem er í heim­in­um, þar á meðal til tveggja íbúða sem hann á í New York.

„Það er lítið hægt að hreyfa sig," hef­ur Bloom­berg eft­ir Jóni Ásgeiri. „Þeir hafa náð mark­miðum sín­um. Þetta er hræðilegt."

Hann seg­ist þó ekki ætla að taka til varna vegna kyrr­setn­ingar­úrsk­urðar­ins en staðfest­ing­ar­mál verður tekið fyr­ir í bresk­um rétti 28. maí. Hef­ur Jón Ásgeir eft­ir banda­rísk­um lög­manni sín­um, að kostnaður við að taka til varna í mál­inu yrði allt að 2,5 millj­ónim dala, jafn­v­irði  yfir 300 millj­óna króna.

„Það er ekki mögu­legt að verj­ast í þessu máli," hef­ur Bloom­berg eft­ir Jóni Ásgeiri. „Þeir unnu. Þetta er kallað vinstri krók­ur í hne­fa­leik­um."

Fram kom á blaðamanna­fundi slita­stjórn­ar Glitn­is í dag, að Jón Ásgeir hafi 48 stunda frest til að leggja fram skrá yfir eign­ir sín­ar frá því hon­um hef­ur verið birt­ur kyrr­setn­ingar­úrsk­urður­inn. Stein­unn Guðbjarts­dótt­ir, formaður slita­stjórn­ar­inn­ar, sagði að erfiðlega gengi að finna fast heim­il­is­fang Jóns Ásgeirs og því vissi hún ekki hvort búið væri að birta hon­um úr­sk­urðinn.

Fram kem­ur í frétt Bloom­berg, að Jón Ásgeir vildi ekki gefa upp hvar hann væri niður­kom­inn.

„Bara póli­tík"

Jón Ásgeir seg­ir í viðtal­inu, að ásak­an­ir slita­stjórn­ar Glitn­is um að klíka kaup­sýslu­manna und­ir hans stjórn hafi rænt bank­ann inn­an­frá til að styrkja stöðu eig­in fyr­ir­tækja séu „bara póli­tík."  

„Ég hef sann­an­ir fyr­ir því, að við vor­um að end­ur­greiða lán sem áttu að falla í gjald­d­taga 20-40 dög­um síðar. Þetta snér­ist aðeins um að end­ur­fjármagna eldri lán."

Slita­stjórn­in seg­ir hins veg­ar, að fall Glitn­is haustið 2008 megi að stór­um hluta rekja til aðgerða Jóns Ásgeirs og fé­laga hans. Þeir hafi eytt lausa­fjár­forða bank­ans þannig að hann stóð eft­ir varn­ar­lít­ill þegar alþjóðleg fjár­magnskreppa þrengdi að Íslandi sum­arið 2007.

Bloom­berg hef­ur hins veg­ar eft­ir Jóni Ásgeiri, að hann telji að máls­höfðunin sé runn­in und­an rifj­um póli­tískra and­stæðinga hans, þar á meðal Davíðs Odds­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og nú­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins. 

Seg­ir Jón Ásgeir, að ef Glitn­ir hafi sann­an­ir fyr­ir ásök­un­um sín­um ætti bank­inn að óska eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd höfði saka­mál á hend­ur hon­um.

Í til­kynn­ingu slita­stjórn­ar Glitn­is kom fram, að bank­inn hafi vísað mál­um til sér­staks sak­sókn­ara og ís­lenskra stjórn­valda eft­ir því sem við eigi. Stein­unn Guðbjarts­dótt­ir, formaður slita­stjórn­ar­inn­ar, sagði á blaðamanna­fundi í dag að slita­stjórn­in teldi að hegn­ing­ar­lög hefðu verið brot­in í rekstri bank­ans. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert