Ók inn í glerbyggingu

Jeppinn ók í gegnum glerbyggingu.
Jeppinn ók í gegnum glerbyggingu.

Um­ferðaró­happ varð á Sauðár­króki í há­deg­inu þegar jeppi ók á gler­bygg­ingu í bæn­um. Að sögn slökkviliðs var ökumaður­inn flutt­ur á Heil­brigðis­stofn­un Sauðár­króks til aðhlynn­ing­ar. Hann er ekki al­var­lega slasaður. Eng­an ann­an sakaði í árekstr­in­um.

Bíll­inn ók inn í ný­lega viðbygg­ingu Mjólk­ur­sam­lags Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga við Skag­f­irðinga­braut, þar sem eru kaffi­stof­ur og mötu­neyti. Að sögn slökkviliðs er mildi að eng­inn hafi orðið fyr­ir bif­reiðinni.

Talið er að ökumaður­inn hafi fengið aðsvif með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Til­kynn­ing barst um klukk­an 12:30.

Frá vettvangi í hádeginu í dag.
Frá vett­vangi í há­deg­inu í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert