Rigningin er svört

Svona var útsýnið út um bílglugga Hvolsvellinga í morgun.
Svona var útsýnið út um bílglugga Hvolsvellinga í morgun. mynd/Unnur María Sævarsdóttir

„Drop­arn­ir eru svart­ir. Ég hljóp sem snöggv­ast út í bíl og ut­an­yf­irflík­in sem ég var í bar merki ösku­falls­ins þegar ég kom inn aft­ur,“ seg­ir Stein­unn Ósk Kol­beins­dótt­ir frétta­rit­ari mbl.is í sam­tali. Þétt ösku­fall var á Hvols­velli í morg­un og ligg­ur ask­an yfir bíl­um og á hús­um.

Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni kem­ur fram að Suður­lands­veg­ur sé op­inn al­mennri um­ferð en veg­far­end­ur eru engu að síður beðnir að sýna fyllstu aðgát, bæði vegna ösku og viðgerðar á veg­um við Markarfljót. Ef blaut aska er á vegi get­ur orðið mjög hált.

Svört aska á garðhúsgögnum á Hvolsvelli.
Svört aska á garðhús­gögn­um á Hvols­velli. mbl.is/​Stein­unn Ósk
Það var dimmt yfir Hvolsvelli í morgun.
Það var dimmt yfir Hvols­velli í morg­un. mynd/​Unn­ur María Sæv­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert