„Droparnir eru svartir. Ég hljóp sem snöggvast út í bíl og utanyfirflíkin sem ég var í bar merki öskufallsins þegar ég kom inn aftur,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir fréttaritari mbl.is í samtali. Þétt öskufall var á Hvolsvelli í morgun og liggur askan yfir bílum og á húsum.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að Suðurlandsvegur sé opinn almennri umferð en vegfarendur eru engu að síður beðnir að sýna fyllstu aðgát, bæði vegna ösku og viðgerðar á vegum við Markarfljót. Ef blaut aska er á vegi getur orðið mjög hált.