Askan þyrlast upp

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli í dag.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli í dag. mbl.is/Hlynur S. Þorvaldsson

Ask­an, sem féll í Vest­manna­eyj­um í gær, þyrlast upp við minnsta vind, að sögn heima­manna. Lítið ösku­fall hef­ur verið þar í dag en ef vind hreyf­ir verður kófið svo mikið að stund­um sést varla milli húsa.

Nýtt úti­svæði við Sund­laug Vest­manna­eyja var opnað í síðustu viku en nú hef­ur þurft að loka því vegna ösk­unn­ar, að því er kem­ur fram á vefn­um Eyja­f­rétt­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert