Ekkert innanlandsflug

Inn­an­lands­flugi frá Reykja­vík­ur­flug­velli hef­ur verið af­lýst vegna ösku­skýs frá Eyja­fjalla­jökli. Kefla­vík­ur­flug­völl­ur er hins veg­ar op­inn og komu flug­vél­ar þangað frá Banda­ríkj­un­um nú á sjö­unda tím­an­um og vél­ar fóru í morg­un til Evr­ópu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands er óvíst um flug frá Kefla­vík­ur­flug­velli í dag og ætti það að skýr­ast um há­degið. Hugs­an­legt er að flug­vell­irn­ir á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum lok­ist í kvöld. Ask­an dreif­ist að mestu í norður, tek­ur sveig inn yfir Sprengisand og ann­ar sveig­ur fer rétt norður fyr­ir Fær­eyj­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert