Ekkert innanlandsflug

Innanlandsflugi frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna öskuskýs frá Eyjafjallajökli. Keflavíkurflugvöllur er hins vegar opinn og komu flugvélar þangað frá Bandaríkjunum nú á sjöunda tímanum og vélar fóru í morgun til Evrópu.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er óvíst um flug frá Keflavíkurflugvelli í dag og ætti það að skýrast um hádegið. Hugsanlegt er að flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum lokist í kvöld. Askan dreifist að mestu í norður, tekur sveig inn yfir Sprengisand og annar sveigur fer rétt norður fyrir Færeyjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert