Magma eignast 98,53% í HS Orku

Dótt­ur­fyr­ir­tæki kanadíska jarðhita­fyr­ir­tæk­is­ins Magma Energy og Geys­ir Green Energy hafa náð sam­komu­lagi um að Magma kaupi öll hluta­bréf Geys­is í HS Orku og verður Magma þar með aðal­eig­andi fé­lags­ins. Kaup­verðið er um 16 millj­arðar króna.

Seg­ir í til­kynn­ingu að for­svars­menn Magma ætla sér að efla starf­semi HS Orku til muna á næstu miss­er­um og fá jafn­framt til liðs við sig sterka kjöl­festu­fjár­festa, t.d. ís­lenska líf­eyr­is­sjóði.

Sam­komu­lagið fel­ur í sér að Magma Energy Sweden AB, sem er að fullu í eigu Magma Energy Corp. sem skráð er í kaup­höll­inni í Toronto, eign­ist 52,3% hlut Geys­is í HS Orku hf. og yf­ir­taki jafn­framt ný­leg­ar skuld­bind­ing­ar Geys­is um kaup á viðbót­ar­hluta­fé sem nem­ur 3% hluta­fjár HS Orku.

Magma verður þar með lang­stærsti hlut­hafi fé­lags­ins með 98,53% hlut en aðrir hlut­haf­ar í HS Orku eru sveit­ar­fé­lög­in Garður, Grinda­vík, Reykja­nes­bær og Vog­ar - með sam­an­lagt 1,47% hlut en skv. samþykkt­um HS Orku eiga hlut­haf­ar fé­lags­ins for­kaups­rétt að viðskipt­um með hluti í fé­lag­inu, í réttu hlut­falli við eign­ar­hlut sinn.

Heild­ar­fjárfest­ing Magma á Íslandi 32 millj­arðar króna

Kaup­verðið á hlut Geys­is í HS Orku er um 16 millj­arðar króna og verður það greitt með reiðufé og yf­ir­töku skulda­bréfa. Hluti greiðslunn­ar get­ur þó verið í formi hluta­bréfa í kanadíska móður­fé­lag­inu. Eft­ir viðskipt­in nem­ur heild­ar­fjárfest­ing Magma í ís­lensku at­vinnu­lífi sam­tals rúm­um 32 millj­örðum króna.

„Það er okk­ur mikið ánægju­efni að hafa náð þessu sam­komu­lagi og HS Orka er nú orðið flagg­skip okk­ar í enn frek­ari sókn á sviði jarðhita­nýt­ing­ar, bæði hér á Íslandi og á alþjóðavett­vangi,“ seg­ir Ross J. Beaty, stjórn­ar­formaður og for­stjóri Magma, í frétta­til­kynn­ingu.

„Við stönd­um frammi fyr­ir afar þýðing­ar­mik­illi upp­bygg­ingu gufu­afls­virkj­ana hér á Suður­nesj­um, s.s. stækk­un Reykja­nes­virkj­un­ar og frek­ari rann­sókn­um og fram­kvæmd­um til að efla at­vinnu­upp­bygg­ingu, bæði svæðis­bundið og á landsvísu. Við hyggj­umst auka hluta­fé HS Orku og höf­um hug á að fá þar til liðs við okk­ur trausta kjöl­festu­fjár­festa, t.d. ís­lenska líf­eyr­is­sjóði, til að tryggja að HS Orka geti haf­ist handa við nauðsyn­leg­ar fram­kvæmd­ir og rann­sókn­ir því við vilj­um sýna Íslend­ing­um að við ætl­um að reka þessa starf­semi með lang­tíma­hags­muni allra hlutaðeig­andi að leiðarljósi.“

For­stjóri Magma árétt­ar einnig í frétta­til­kynn­ingu að einn mesti styrk­leiki HS Orku sé hin mikla þekk­ing og reynsla á sviði jarðhita­nýt­ing­ar sem starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins og fagaðilar á Íslandi búi yfir.

„Þetta eru mik­il verðmæti sem munu nýt­ast Magma til enn frek­ari sókn­ar á alþjóðleg­um mörkuðum.“

 Al­ex­and­er K. Guðmunds­son, for­stjóri Geys­is seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að með söl­unni á HS Orku sé verið að fylgja ákvörðun stjórn­ar Geys­is í þá átt að lækka skuld­ir fé­lags­ins með sölu eigna.

„Sal­an létt­ir veru­lega á skuld­um Geys­is og auðveld­ar fé­lag­inu til muna að styðja við aðrar eign­ir í eigna­safn­inu.“

Al­ex­and­er fagn­ar því í frétta­til­kynn­ing­unni að traust­ur fjár­fest­ir með getu til að tryggja og efla enn frek­ar starf­semi HS Orku til framtíðar hef­ur nú eign­ast fé­lagið.

„Við höf­um átt frá­bært sam­starf við Magma í stjórn HS Orku und­an­farna mánuði og ég er ánægður með þessi viðskipti. Ég veit að stjórn HS Orku verður í trygg­um hönd­um og ég er þess full­viss að áfram verður haldið því þró­un­ar- og upp­bygg­ing­ar­starfi sem þegar hef­ur verið markað og bygg­ir á þekk­ingu og reynslu frum­kvöðlanna hjá HS Orku.“

 Íslensk stjórn­völd með for­kaups­rétt á hlut Magma

Magma eignaðist fyrstu hluta­bréf­in í HS Orku árið 2009, í kjöl­far sam­komu­lags Reykja­nes­bæj­ar og Geys­is um breytt eign­ar­hald á HS Orku og HS Veit­um. Geys­ir eignaðist þá nær all­an hlut Reykja­nes­bæj­ar í HS Orku en lét á móti hlut sinn í HS Veit­um.

„Til að tryggja að orku­auðlind­irn­ar yrðu í al­manna­eigu keypti Reykja­nes­bær all­ar auðlind­ir HS Orku af fé­lag­inu og nú leig­ir bær­inn HS Orku nýt­ing­ar­rétt­inn að orku­auðlind­un­um í sam­ræmi við gild­andi lög þar um – og nærsam­fé­lagið nýt­ur arðsins," sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Magma.

Þá hafa átt sér stað viðræður milli ís­lenskra stjórn­valda og Magma þess efn­is að ef Magma kýs á ein­hverj­um tíma­punkti að selja meiri­hluta í HS Orku - þá skuli ís­lensk stjórn­völd hafa for­kaups­rétt á um­rædd­um hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka