Á börum á leið niður Vífilsfell

Göngugarpar á leið upp Vífilsfell. Mynd úr safni; ekki er …
Göngugarpar á leið upp Vífilsfell. Mynd úr safni; ekki er um að ræða sömu ferð og maðurinn slasaðist í mbl.is/Eyþór Árnason

Um 50 björgunarsveitarmenn vinna nú að því að flytja göngumann, sem slasaðist nálægt toppi Vífilsfells, niður fellið á börum. Í ljós kom að maðurinn var með opið beinbrot í hendi. Slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu og sjúkraflutningamenn veittu manninum fyrstu hjálp áður en hafist var handa við að flytja hann niður fellið.

Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er  talsvert mikið verk að flytja manninn niður fellið. Maðurinn er eins og áður segir fluttur niður á börum, en öryggislínur eru í börunum sem festar eru í kletta og steina. Maðurinn var töluvert hátt uppi, nálægt toppi fellsins, og segir Ólöf því viðbúið að aðgerðin taki talsverðan tíma.

Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var á ferð með hópi göngufólks og varð fyrir grjóthruni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert