Grátt gaman ungmennis

Melaskóli í Reykjavík
Melaskóli í Reykjavík mbl.is/Júlíus

Búið er að finna þann sem stofnaði Face­book-síðu með hót­un um að sprengja Mela­skóla. Sam­kvæmt til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar er stofn­and­inn ung­ur að árum. Hann  „gerði þetta í þeim til­gangi að grín­ast og var alls eng­in al­vara bak við hót­un­ina,“ sam­kvæmt til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar.

Lög­regl­an hef­ur skoðað upp­runa Face­book síðunn­ar sem stofnuð var þar sem höf­und­ur gaf til kynna að hann myndi sprengja Mela­skóla ef hann fengi ákveðinn fjölda áhang­enda að síðu sinni.
 
Lög­regl­an hef­ur rætt við viðkom­andi og verður málið unnið áfram með for­eldr­um og skóla­stjórn­end­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert