Gos liggur enn niðri

Gosið í Eyja­fjalla­jökli virðist enn liggja niðri, sam­kvæmt minn­is­blaði frá Veður­stofu Íslands. Gufu legg­ur þó frá gosstöðvun­um, en ekki er að sjá ösku í henni. Gufu­mökk­ur­inn er tæp­lega 2 km að hæð. Óró­inn held­ur áfram að minnka og er að nálg­ast það sem hann var fyr­ir gos. Dregið hef­ur úr jarðskjálfta­virkni, en einn skjálfti hef­ur mælst í jökl­in­um frá miðnætti.

Eng­ar til­kynn­ing­ar um ösku­fall hafa borist í dag og eng­ar eld­ing­ar hafa mælst á eld­inga­mæl­um.

Í frétt frá al­manna­varna­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að mik­il veður­blíða sé á Suður­landi og að bjart­sýni ríki í sveit­un­um um­hverf­is jök­ul­inn. Vegna hugs­an­legra gos­loka var vinnufundi, sem vera átti á Hvols­velli á morg­un, frestað um óákveðinn tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert