Umræða um málefni varð undir

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson. mbl.is

„Þetta gekk ekki nógu vel á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Sig­ur­jón Þórðar­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, spurður út í niður­stöður kosn­ing­anna. Hann er þeirr­ar skoðunar að íbú­ar á höfuðborg­ar­svæðinu séu ekki reiðubún­ir til að ræða um al­vöru stjórn­mál.

Marg­ir séu enn í sár­um í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Kjós­end­ur í Reykja­vík hafi ein­fald­lega lýst frati á stjórn­mál­in með því að kjósa Besta flokk­inn. Nú hafi menn ekki hug­mynd um hvað muni ger­ast í borg­inni.

Þá seg­ir Sig­ur­jón að umræðan um mál­efni flokk­anna hafi orðið und­ir.

„Við frjáls­lynd­ir höf­um ekki fengið áheyrn með okk­ar lausn­ir, sem ég er al­veg sann­færður um að komi þjóðinni til góða,“ seg­ir Sig­ur­jón.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert