Veiðar hefjast í júní

Hvalveiðiskipið Hvalur 8 undirbúið undir vertíðina
Hvalveiðiskipið Hvalur 8 undirbúið undir vertíðina mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hval­ur 8, hval­veiðiskip Hvals hf. er kom­inn í slipp en hreinsa á botn skips­ins áður en haldið verður til veiða í júní. Að sögn Kristjáns Lofts­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Hvals, hefjast veiðarn­ar vænt­an­lega í kring­um 20. júní nk. en ná­kvæm dag­setn­ing ligg­ur ekki fyr­ir.

Gert hafi verið ráð fyr­ir að ráða um 150 manns vegna veiða og vinnslu og sagði Kristján í sam­tali við Morg­un­blaðið í síðustu viku að mann­skap­ur­inn frá því í fyrra sé að mestu til taks.

Kvóti Hvals í ár er 150 langreyðar auk 25 dýra frá fyrra fisk­veiðiári eða 175 dýr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert