Nýir starfsmenn hjá Hörpu

Karitas Kjartansdóttir.
Karitas Kjartansdóttir.

Nýtt fólk hefur verið ráðið til starfa hjá tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Karitas Kjartansdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri ráðstefnuhalds, Páll S. Ragnarsson hefur verið ráðinn tæknistjóri  ljósabúnaðar og Ingvar Jónsson hefur verið ráðinn tæknistjóri hljóðstjórnar hjá Hörpu.

Karitas starfaði áður sem viðskiptastjóri í eignastýringu hjá VBS fjárfestingarbanka og þar á undan sem sölustjóri ráðstefnu- og hvataferða hjá Icelandair hotels. Karitas er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. 

Páll hefur að undanförnu starfað sem ljósameistari og – hönnuður hjá Íslensku óperunni og þar áður sem ljósameistari hjá Þjóðleikhúsinu um margra ára skeið.  Samtals hefur Páll starfað í yfir þrjátíu ár við ljósahönnun og ljósabúnað. Páll er með meistarapróf í rafvirkjun. 

Ingvar starfaði áður við hönnun og ráðgjöf hjá verkfræðistofunni Verkís og þar áður hjá Exton ehf. um margra ára skeið.  Að auki hefur Ingvar verið sjálfstætt starfandi hljóðmaður í mörg ár. Ingvar er með B.Sc. gráðu í tæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og er nú í meistaranámi í hljóðverkfræði við Álaborgarháskóla.


Páll Ragnarsson.
Páll Ragnarsson.
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert