Illa fastir utan vega

Erlendir ferðamenn festu jeppa við Núpafjallsenda í Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs.
Erlendir ferðamenn festu jeppa við Núpafjallsenda í Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs. mynd/Björgunarsveitin Kyndill

Óvenju­leg­ar aðstæður komu upp hjá björg­un­ar­sveit­um á Suður­landi í gær þegar tvö út­köll voru í gangi sam­tím­is.

Óskað hafði eft­ir aðstoð við að ná í bíl sem er­lend­ir ferðamenn höfðu fest við Núpa­fjallsenda í Fljóts­hverfi aust­an Kirkju­bæj­arklaust­urs. Til stóð að fara í þann leiðang­ur snemma morg­uns, en áður en til þess kom út­kall klukk­an sjö vegna leit­ar að pilti á tví­tugs­aldri.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu.

Fram kem­ur að þegar leit­inni var lokið hafi heima­menn haldið að Núpa­fjallsenda til að sækja bíl­inn. Verk­efnið reynd­ist viðameira en talið var í fyrstu og þurfti viðbót­ar­mann­skap og tæki til að leysa það. Í bíln­um hafi verið er­lend­ir ferðamenn og þeir hafi verið komn­ir með bíl­inn utan vega og ljóst sé að tölu­verð lands­spjöll hafi hlot­ist af.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn frá Kyndli á Kirkju­bæk­arklaustri og Stjörn­unni í Skaft­ár­tungu komu með bíl­inn og ferðamenn­ina til byggða kl. 3 í nótt og var farið með þá á lög­reglu­stöðina á Kirkju­bæj­arklaustri þar sem þeir voru yf­ir­heyrðir. Báru þeir fyr­ir sig að þeir hefðu ekið eft­ir slóða sem sem merkt­ur var á landa­korti sem þeir höfðu í fór­um sín­um.

Björg­un­ar­sveita­menn­irn­ir voru hvíld­inni fegn­ir eft­ir þetta verk­efni enda höfðu flest­ir þá verið að í yfir 20 klst. sam­fleytt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka