Búið er að opna nokkrar leiðir á hálendinu sunnanmegin á landinu, en hálendisvegir á Norður og Austurlandi eru enn að mestu lokaðir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir um að leita sér upplýsinga áður en þeir leggja af stað inn á hálendisvegi. Þungatakmarkanir eru á nokkrum stöðum og eru flutningsaðilar beðnir að kynna sér þær.
Framkvæmdir eru nú að hefjast við tvöföldun Hringvegar (1) í Mosfellsbæ, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi. Vegfarendum er bent á að aka varlega um vinnusvæðið og virða merkingar um hámarkshraða.