Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka

57,6% eru fylgjandi því að umsókn um aðild Íslands að …
57,6% eru fylgjandi því að umsókn um aðild Íslands að ESB verði dregintil baka reuters

Ný könn­un sýn­ir að 57,6% þjóðar­inn­ar eru fylgj­andi því að ís­lensk stjórn­völd dragi um­sókn sína um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.

Þar af segj­ast 45,9% því mjög fylgj­andi og 11,7% frek­ar fylgj­andi. 24,3% eru mjög eða frek­ar and­víg því að um­sókn­in verði dreg­in til baka. Þar af eru 15,2% mjög and­víg og 9,1% frek­ar and­víg.

Spurt var: Hversu fylgj­andi eða and­víg(ur) ertu því að ís­lensk stjórn­völd dragi um­sókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til baka? Markaðs- og miðlarann­sókn­ir (MMR) fram­kvæmdu könn­un­ina fyr­ir vefsíðuna And­ríki.is, en nán­ar er fjallað um hana í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert