Gengistrygging lána dæmd óheimil í Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstirétt­ur Íslands kvað rétt í þessu upp dóma þess efn­is að Lýs­ingu hf. og SP-fjár­mögn­un hefði ekki verið heim­ilt sam­kvæmt lög­um að binda veitt lán gengi er­lendra gjald­miðla. Sker þetta úr þeirri réttaró­vissu sem skap­ast hef­ur um svo­kölluð mynt­körfulán en í héraði höfðu dóm­ar í mál­un­um gengið í sína hvora átt­ina.

Hæstirétt­ur hef­ur áður dæmt um lög­mæti geng­is­trygg­ing­ar láns­fjár en það var í tíð eldri laga. Þau voru þá tal­in óheim­il og ekki hef­ur orðið efn­is­breyt­ing á lög­um um vexti og verðtrygg­ingu hvað þetta varðar. Í grein­ar­gerð með nú­gild­andi lög­um seg­ir að ekki sé „heim­ilt að binda  skuld­bind­ing­ar í ís­lensk­um krón­um við dags­gengi er­lendra gjald­miðla.“

At­huga­semd mbl.is. Fyr­ir mis­tök var sagt í fyrstu að geng­is­trygg­ing lána hefði verið dæmd heim­il. Þetta hef­ur verið leiðrétt og biðst mbl.is vel­v­irðing­ar á mis­tök­un­um.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar í máli SP-fjár­mögn­un­ar

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar í máli Lýs­ing­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert