Telur ekki sjálfgefið að lánþegar losni við verðtrygginguna

Eyvindur G. Gunnarsson
Eyvindur G. Gunnarsson Sverrir Vilhelmsson

„Það er nokkuð ljóst að ef ein­hver hef­ur fengið þrjá­tíu millj­ón­ir króna að láni til fjöru­tíu ára til að kaupa hús hefði hann aldrei fengið óverðtryggt lán á 3% vöxt­um,“ seg­ir Ey­vind­ur G. Gunn­ars­son, lektor við laga­deild Há­skóla Íslands. Tel­ur hann ekki úti­lokað að samn­ing­um til lengri tíma sem inni­halda ákvæði um geng­is­trygg­ingu verði breytt með heim­ild í 36. grein samn­ingalaga á þann veg að þau kveði á um lög­mæta verðtrygg­ingu við vísi­tölu neyslu­verðs. Jafn­vel verði vaxta­ákvæði samn­ing­anna hækkuð í sam­ræmi við þetta þar sem geng­is­tryggð lán hafi gjarna haft mjög lága vexti.

„Ef menn hefðu lagt rétt­ar for­send­ur til grund­vall­ar í byrj­un hefði það orðið niðurstaðan þá, lán­taki hefði fengið venju­lega vexti og teng­ingu við vísi­tölu neyslu­verðs,“ seg­ir Ey­vind­ur. Hann kveður þó ekki ljóst með hvaða hætti leiðrétt­ingu yrði við komið en tel­ur að lög­gjaf­inn geti ekki látið und­ir höfuð leggj­ast að láta til sín taka hvað það varðar. Hann slær því þó ekki föstu að lög­gjaf­inn hafi svig­rúm til að hlutast til um þetta.

Sam­kvæmt 36. grein laga um samn­ings­gerð, umboð og ógilda lög­gern­inga er heim­ilt að breyta samn­ingi í hluta eða heild ef telja verður ósann­gjarnt eða and­stætt góðri viðstkipta­venju að bera hann fyr­ir sig. Ey­vind­ur seg­ir að al­gert brott­fall verðtrygg­ing­ar geti varla tal­ist sann­gjarnt í garð lán­veit­anda og því hljóti ákvæði grein­ar­inn­ar að koma til skoðunar.

Bend­ir hann í því sam­hengi á að dóma­for­dæmi séu fyr­ir að göml­um lang­tíma­leigu­samn­ing­um upp á ör­fá­ar krón­ur á ári sé breytt á grund­velli brost­inna for­sendna og 36. grein­ar­inn­ar. Hefði að hans mati verið æski­legt af hálfu lán­veit­enda að hafa uppi vara­kröfu um leiðrétt­ingu skil­mál­anna í mál­inu sem dæmt var í dag.

Ey­vind­ur legg­ur þó áherslu á að aðeins sé um að ræða einn mögu­leika á því hvernig um mál­in fari en ekki áreiðan­lega véfrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert