Ísland uppfyllir pólitísk skilyrði

George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, ræðir við fréttamenn í Brussel.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, ræðir við fréttamenn í Brussel. Reuters

Ísland uppfyllir pólitísk skilyrði fyrir aðild að Evrópusambandinu þrátt fyrir ýmsa kerfisveikleika, þar á meðal á sviði fjármálaþjónustu. Þetta kemur fram í uppkasti að yfirlýsingu leiðtogafundar Evrópusambandsins í Brussel dag þar sem gert er ráð fyrir að ákveðið verði formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland.

Bretar og Hollendingar eru þeirrar skoðunar, að aðildarviðræður við Ísland eigi að haldast í hendur við samningaviðræður um fjárkröfur þessara ríkja á hendur Íslendingum vegna Icesave-reikninga Landsbankans. 

Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, sagði við fréttamenn í Brussel í morgun að Holland muni ekki standa í vegi fyrir aðildarviðræðum Evrópusambandsins við Ísland. 

„En áður en landið verður aðili verður það að uppfylla skyldir sínar gagnvart Bretum og Hollendingum," sagði hann. 

Þá gætu hvalveiðar Íslendinga einnig sett strik í reikninginn.

Einnig er fjallað um aðildarumsókn Íslands hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert