Hlaupið í Skaftá virðist vera frekar lítið. Óðinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hegða sér svipað og það sem varð árið 2005. Hann segir að áfram sé fylgst með hlaupinu og gangi mála.
Lögreglan á Hvolsvelli telur að um meðalhlaup sé að ræða eða jafnvel rétt rúmlega það. Þetta sé nánast árviss viðburður.