Hleypur úr austari katlinum

Skaftárhlaup er hafið í annað sinn á innan við viku.
Skaftárhlaup er hafið í annað sinn á innan við viku. Rax / Ragnar Axelsson

Hlaup er hafið í Skaftá og hleypur nú úr austari katlinum, þeim stærri.  Samkvæmt upplýsingum frá vatnamælingamönnum Veðurstofu Íslands má búast við hlaupi allt 12-1400 m3/sek.  Nokkuð var í ánni fyrir sökum leysinga og úrkomu.
 
Hlaupið hófst að öllum líkindum um 1:00 í nótt og ætti því áhrif þess á Skaftá að fara sjást nærri byggð seinnipart dags.
 
Ekki er talin hætta á ferðum en rétt er að vara við brennisteinsmengun sem helst gætir nærri upptökum hlaupvatnsins.  Ferðamenn á svæðinu eru beðnir að fara gætilega.
 
Mun meira vatn er í þessu hlaupi en því sem kom úr vestari katlinum þann 20. júní s.l. Má búast við því að vatn fari yfir vegi við Hólaskjól og Skaftárdal.
 
Lögreglan á Hvolsvelli fylgist með framvindu á staðnum í samvinnu við Veðurstofuna og almannavarnadeild ríkislögreglustjórans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka