Vex hratt og mikið

Brúin yfir Eldvatn, við bæinn Ása í Skaftártungu
Brúin yfir Eldvatn, við bæinn Ása í Skaftártungu mbl.is/Jónas Erlendsson

Hlaupið í Skaftá er í örum vexti og segja sjón­ar­vott­ar að nú þegar sé áin orðin tölu­vert vatns­meiri en hún varð í hlaup­inu í síðustu viku. Við bæ­inn Ytri-Ása er áin orðin mjög vatns­mik­il og finnst þar nú mik­il jöklafýla, að sögn Jónas­ar Er­lends­son­ar, ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins.

Hann seg­ir ána vera orðna mjög ljóta strax við Ása, sem standa ekki langt frá þjóðvegi 1, vatnið orðið mjög dökkt og mik­il brenni­steinslykt, mun meiri en hafi verið í hlaup­inu í síðustu viku sem hafi nán­ast verið lykt­ar­laust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert