70 ný störf í skógrækt

Frá undirritun samningsins
Frá undirritun samningsins

Bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, Lúðvík Geirs­son, Magnús Gunn­ars­son frá Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands (SÍ) og Jónatan Garðars­son frá Skóg­rækt­ar­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar skrifuðu ný­verið und­ir samn­ing um at­vinnu­átak fyr­ir náms­menn tengt skóg­rækt. Mun þetta skapa störf fyr­ir sjö­tíu náms­menn í sum­ar.

„SÍ og sam­gönguráðuneytið hafa gert með sér samn­ing um átaks­verk­efni á veg­um SÍ sem miðar að því að skapa 220 ár­s­verk við skóg­rækt og önn­ur tengd verk­efni á ár­un­um 2009-2011.  Í þeim samn­ingi er gert ráð fyr­ir aðkomu sveit­ar­fé­laga að verk­efn­inu.  Enn­frem­ur er gert ráð fyr­ir að verk­efnið verði unnið í sam­vinnu við skóg­rækt­ar­fé­lög inn­an SÍ.
 
Samn­ing­ur­inn sem und­ir­ritaður var 25. júní er hluti þessa at­vinnu­átaks­verk­efn­is og með hon­um taka SÍ og Skóg­rækt­ar­fé­lag Hafn­ar­fjarðar að sér að skipu­leggja verk­efni fyr­ir 70 náms­menn í 2 mánuði á lands­svæðum Hafn­ar­fjarðarbæj­ar og Skóg­rækt­ar­fé­lag Hafn­ar­fjarðar á ár­inu 2010, á tíma­bil­inu júní til 30. sept­em­ber 2010.
 
Anna Sig­ur­borg Ólafs­dótt­ir þjón­ustu- og þró­un­ar­stjóri seg­ir að nú þegar hafi 6o náms­menn óskað eft­ir vinnu við átakið. Er ljóst að mik­il þörf er fyr­ir vinnu fyr­ir náms­menn en Vinnu­mála­stofn­un fór af stað með sér­stakt átak fyr­ir náms­menn nú í vor og aug­lýsti 856 störf. Fékk Hafn­ar­fjarðarbær þar af 22 ráðning­ar­heim­ild­ir og er búið að ráða í þær stöður," sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert