Ungir framsóknarmenn vilja ESB viðræður

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Stjórn Al­freðs, fé­lags ungra fram­sókn­ar­manna í Reykja­vík, tel­ur að mik­il­vægt sé að aðild­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið fái þann lýðræðis­lega far­veg sem hófst með álykt­un Alþing­is um aðild­ar­viðræðurn­ar.

„Stjórn Al­freðs, fé­lags ungra fram­sókn­ar­manna í Reykja­vík, legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að aðild­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið fái þann lýðræðis­lega far­veg sem hófst með álykt­un Alþing­is um aðild­ar­viðræðurn­ar.
 
Um leið og við hörm­um yf­ir­borðskennda niður­stöðu sjálf­stæðismanna og VG liða í Evr­ópu­mál­um, hvetj­um við þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins að standa með þeirri stefnu­mörk­un sem Fram­sókn­ar­menn lögðu fram á fjöl­menn­asta sam­bandsþingi flokks­ins í janú­ar 2009 þar sem samþykkt var að Ísland myndi sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og samn­ing­ur­inn yrði svo sett­ur í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.
 
Að neita þjóðinni um þann rétt að sjá hvað get­ur fal­ist í aðild og hvað ekki, er aft­ur­hvarf til þjóðfé­lags póli­tískr­ar þröng­sýni, aft­ur­halds og sér­hags­muna. Það er hluti af frjáls­lyndri hug­mynda­fræði að leiða mál til lykta með því að taka umræðuna, láta viðræður fara fram og veita þjóðinni rétt að taka sína ákvörðun. Það er gott lýðræði og í takt við kröf­ur fólks um önn­ur og betri vinnu­brögð í stjórn­mál­um," seg­ir í álykt­un stjórn­ar Al­freðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert