Harpa uppbókuð fram til jóla 2011

Eins og fram hefur komið verða fyrstu tónleikarnir í Hörpu þann 4. maí á næsta ári. Er það Vladimír Ashkenazy sem mun fyrstur stíga á svið og stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands, eins og hann hefur svo oft gert.

Aðalsalur Hörpu, sem mun rúma átján hundruð gesti í sæti, er nú þegar uppbókaður frá opnun til jóla, að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Portusar.

Næstu 35 árin munu ríkið og Reykjavíkurborg greiða tæpan milljarð króna á ári til að borga niður lán vegna byggingar Hörpu. Pétur J. Eiríksson segir að byggingarkostnaður Hörpu muni á endanum nema 17,7 milljörðum. Hið opinbera mun ekki koma að rekstrinum fyrst um sinn, en tekur við honum á endanum. „Við reiknum með jákvæðu fjárstreymi strax á þriðja ári. Fram að þeim tíma verðum við að fjármagna okkur með rekstrarkostnaði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert