Dregur úr atvinnuleysi

Skráð at­vinnu­leysi í júní  var 7,6% en að meðaltali 12.988 manns voru at­vinnu­laus­ir í júní.  Í maí mæld­ist at­vinnu­leysið 8,3% en at­vinnu­laus­um hef­ur fækkað að meðaltali um 886 milli mánaða.

At­vinnu­laus­um körl­um fækk­ar meira en kon­um milli mánaða, eða um 776 að meðaltali en kon­um fækk­ar um 111 að meðaltali. At­vinnu­leysið er nú 7,7% meðal karla og 7,3% meðal kvenna, að sögn Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Fækk­un á at­vinnu­leys­is­skrá er hlut­falls­lega meiri á lands­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu og er at­vinnu­leysi nú 8,5% á höfuðborg­ar­svæðinu en 5,9% á lands­byggðinni. Mest er at­vinnu­leysi á Suður­nesj­um 11,9%,  en minnst á Norður­landi vestra 2,6%.

Vinnu­mála­stofn­un seg­ir, að yf­ir­leitt batni at­vinnu­ástandið frá júní til júlí, m.a. vegna árstíðasveiflu. Í júlí 2009 minnkaði at­vinnu­leysi úr 8,1% í júní í 8% í júlí.  Vinnu­mála­stofn­un áætl­ar að at­vinnu­leysið í júlí  minnki og verði á bil­inu 7,2%-7,6%.

Skýrsla Vinnu­mála­stofn­un­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert