Umboðsmaður skoði Magma-málið

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert

Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona, og fleiri hafa afhent umboðsmanni Alþingis ábendingu um að taka til gagngerrar endurskoðunar svonefnt Magma-mál.

Þeir sem skrifa undir ábendinguna eru auk Bjarkar, Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur og Jón Þórisson, arkítekt og aðstoðarmaður Evu Joly.

Í ábendingunni segir að í ljósi þess hve sölu- og samningaferli í Magma-málinu hefur verið umdeilt og ógagnsætt, sé mikilvægt að umboðsmaður Alþingis taki það til skoðunar til að vita hvort hagsmuna almennings hafi verið gætt á fullnægjandi hátt og hvort málsmeðferð stjórnvalda hafi samræmst lögum og vönduðum stjórnsýsluháttum.

Í ábendingunni er því haldið fram að hér sé um að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir allan almenning í landinu og að þær ákvarðanir sem teknar verði nú um framsal orkuauðlindanna varði ekki bara okkur, heldur börn okkar og komandi kynslóðir.  

Vefur Bjarkar Guðmundsdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert