Ætla að breyta lögum um leiðsöguhunda

Hundur af Labrador-kyni.
Hundur af Labrador-kyni.

Félagsmálaráðuneytið segir, að þegar sé hafinn undirbúiningur í ráðuneytinu að endurskoðun laga um fjöleignarhús, þar sem m.a. er kveðið á um hundahald. Mun í endurskoðuninni sérstaklega verða tekið tilliti til þeirra sem hafa vegna fötlunar sinnar leiðsöguhund sér til aðstoðar.

Í tilkynningu segir, að ráðuneytið hafi fylgst náið með málefnum fatlaðrar konu sem haldi leiðsöguhund sér til aðstoðar á Akranesi.

„Ráðuneytinu er vel kunnugt um mikilvægi slíkrar aðstoðar og fagnar farsælli niðurstöðu sem náðst hefur í þessu tiltekna máli í samvinnu við bæjarfélagið," segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert