Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Frá slysstað á Grindavíkurvegi.
Frá slysstað á Grindavíkurvegi. mbl.is/Hilmar Bragi

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundið, fyrir manndráp af gáleysi. Þá hefur maðurinn verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Maðurinn játaði sök og mun una dómnum.

Maðurinn var valdur að umferðarslysi á Grindavíkurvegi í maí í fyrra, með þeim afleiðingum að karlmaður á fimmtugsaldri lést. 

Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekið bifreið norður Grindavíkurveg, sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis. Bifreiðin hafi farið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti þar í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður þeirrar bifreiðar lést og maðurinn, sem hlaut dóm í dag, slasaðist alvarlega.

Þá kemur einnig fram að maðurinn hafi þrívegis verið sviptur ökuréttindum vegna umferðarlagabrota.

Honum er jafnframt gert að greiða tæpa eina og hálfa milljón kr. í sakarkostnað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka