Gosrásin kólnar hægt og sígandi

Eyjafjallajökull séður frá Hvolsvelli úr vefmyndavél Mílu.
Eyjafjallajökull séður frá Hvolsvelli úr vefmyndavél Mílu.

Enginn gufumökkur er nú sýnilegur frá Eyjafjallajökli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að sl. daga hafi litlar breytingar orðið í jöklinum. Enn sé gufustreymi og gosrásin sé að kólna hægt og sígandi. Það fari hins vegar eftir rakastigi, veðri og skyggni hversu vel mökkurinn sjáist.

 „Það er gufuútstreymi frá gígnum og gosrásin er að kólna hægt og sígandi. Hún hitar grunnvatnið og veldur gufuuppstreymi þarna, sem er töluvert mikið,“ segir Magnús Tumi í samtali við mbl.is.

„Hversu vel sá gufumökkur sést fer eftir vindi, rakastigi og skyggni,“ segir Magnús Tumi ennfremur og bætir við að þetta sé dæmigert ástand fyrir kólnandi gosrás. Þetta sé eðlilegt ástand í kjölfar eldgossins.

Vefmyndavél Mílu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert