Borgarblíða áfram á morgun og mánudag

Sumar og sól í Nauthólsvík
Sumar og sól í Nauthólsvík mbl.is/RAX

Útlit er fyr­ir áfram­hald­andi blíðvirði í höfuðborg­inni og á suðvest­ur­horn­inu á morg­un og mánu­dag. Á þriðju­dag og miðviku­dag verður að lík­ind­um ró­legt veður á öllu land­inu en í lok viku fer að hlýna á Norður- og Aust­ur­landi.

Þrálát norðan og norðaustanátt und­an­farna daga hef­ur skilað sér í brak­andi blíðu sunn­an og vest­an­lands en hef­ur að sama skapi gert litla lukku norðan og aust­an­lands.

Að mati Veður­stof­unn­ar verður ró­legt veður á mest­öllu land­inu á þriðju­dag og miðviku­dag, en þá gætu hæg­ar suðlæg­ar átt­ir hlý­ind­um á Norður- og Aust­ur­landi farið að gera vart við sig.

Það er brakandi blíða í borginni í dag. Það var …
Það er brak­andi blíða í borg­inni í dag. Það var einnig blíðviðri á Aust­ur­velli í gær þar sem þessi mynd var tek­in. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert