Ísland er í öðru sæti yfir fjölda Facebook-notenda í heiminum, ef miðað er við höfðatölu, og hafa Íslendingar tekið fram úr Norðmönnum. Bresku Jómfrúareyjarnar tróna á toppi listans, sem norski viðskiptavefurinn E24 hefur tekið saman.
Íslendingum á Facebook hefur fjölgað gríðarlega undanfarin þrjú ár, eða úr 1000 notendum í um það bil 190.000 notendur. Það gerir um 60% landsmanna og er því óhætt að tala um algjöra sprengingu.
Norðmenn, sem voru eitt sinn á toppnum, sitja nú í níunda sæti.
Topp 15 listinn er eftirfarandi, og sýnir hlutfall af íbúafjölda landanna: