Gönguferð yfir Ísland

Kortið sýnir í grófum dráttum hvar leið Belgans mun liggja …
Kortið sýnir í grófum dráttum hvar leið Belgans mun liggja á milli Rifstanga og Kötlutanga. mbl.is/EE

Belg­inn Lou­is-Phil­ippe Loncke er nú lagður af stað gang­andi frá Rifstanga og ætl­ar að ganga yfir landið eins og leið ligg­ur að Kötlu­tanga. Bret­inn Chrisoph­er Mike hef­ur gengið þessa leið áður en Loncke ætl­ar að vera fljót­ari.

Fram kem­ur á heimasíðu Loncke, að hann hóf göng­una á þriðju­dags­morg­un og var um helg­ina kom­inn að Detti­fossi. Seg­ir á heimasíðunni, að Loncke sé enn að undra sig á ís­lenska lands­lag­inu og finn­ist stund­um sem hann sé á Mars. 

Loncke er ekki óvan­ur því að vera einn á ferð með allt sitt haf­ur­task. Hann gekk m.a. einn síns liðs yfir Simp­son eyðimörk­ina í miðri Ástr­al­íu. Hann stefn­ir að því að ganga þvert yfir Ísland á 19 dög­um. Hann seg­ir að vega­lengd­in sé 370 km í loftlínu en göngu­leiðin nær 560 km. Það þýðir að hann verður að leggja að baki nærri 30 km á dag að jafnaði. Til­gang­ur­inn með göngu­ferðinni er sá að und­ir­búa að fara sömu leið á göngu­skíðum að vetr­ar­lagi.

Lon­ke ætl­ar að gekk þetta áður en Belg­inn ætl­ar að vera fljót­ari og end­ur­taka leik­inn að vetri. Við vor­um með frétt um dag­inn um að Belg­inn ætli að verða fyrst­ur til að fara þetta án aðstoðar eða auka­vista. Christoph­er Mike kveðst hafa gert það áður þótt hann hafi verið með vara­birgðir í Nýja­dal, þá greip hann ekki til þeirra.

Fram kem­ur á vefn­um explor­erweb.com, að Bret­inn Christoph­er Mike hafi árið 2008 orðið fyrst­ur til að ganga þessa leið án þess að fá ut­anaðkom­andi vist­ir. Hann kom raun­ar fyr­ir vist­um í Nýja­dal áður en hann lagði af stað en notaði þær ekki.

Heimasíða Lon­ke

Explor­erweb.com

Louis-Philippe Loncke.
Lou­is-Phil­ippe Loncke.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert