Afstaða VG til ESB óbreytt

Fánar ESB blakta í Brussel.
Fánar ESB blakta í Brussel. Reuters

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra og formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, kann­ast ekki við að flokks­bræður sín­ir séu opn­ari gagn­vart ESB-um­sókn­inni en áður. Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur sem kunn­ugt er lýst því yfir að stuðning­ur við aðild á Alþingi hafi auk­ist.

Þró­un­in frem­ur í gagn­stæða átt 

- Hafa ein­hverj­ar breyt­ing­ar orðið inn­an þinna her­búða gagn­vart Evr­ópu­sam­bandsaðild? 

„Ekki er mér kunn­ugt um það. Maður hef­ur nú frek­ar séð hið gagn­stæða vera að birt­ast í skoðana­könn­un­um. Varðandi þingið og flokk­ana að þá held ég að alla­vega hvað okk­ur snert­ir sé ekki til­efni til að lesa grund­vall­ar­breyt­ing­ar í okk­ar af­stöðu.

Ég bendi nú á síðasta flokks­ráðsfund þar sem hnykkt var á því hver okk­ar grund­vall­arafstaða væri í þessu máli. Þannig að ég hef enga ástæðu til að ætla að það hafi orðið nein breyt­ing þar á hvað okk­ur varðar. Ég hef enga þing­menn heyrt tjá sig á nýj­an hátt um það mál nema þá frek­ar að það væri í hina átt­ina. Grund­vall­arafstaða okk­ar er óbreytt. Við höf­um ekki talið að það þjónaði hags­mun­um Íslands að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.“

Tveir aðskyld­ir hlut­ir 

Aðspurður um það póli­tíska stöðumat Öss­ur­ar að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé að ein­angr­ast vegna and­stöðunn­ar við aðild svaraði Stein­grím­ur svo:

„Það er tvennt hér á ferð sem menn verða að aðgreina. Það er ann­ars veg­ar grund­vall­arafstaða flokk­anna og hins veg­ar hugs­an­lega mat manna á stöðunni hvað varðar aðild­ar­viðræðurn­ar og kröf­una um að draga um­sókn­ina til baka. Þetta eru auðvitað tveir hlut­ir.

Ég veit ekki um hvort Össur er að ræða og hvort hann sé blanda mati sínu á grund­vall­araf­stöðu flokk­anna og spurn­ing­unni um meðferð aðild­ar­um­sókn­ar­inn­ar sam­an.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er að ég best veit eini flokk­ur­inn sem hef­ur bein­lín­is ályktað að það eigi að draga um­sókn­ina til baka. Aðrir flokk­ar hafa, að mér vit­an­lega, ekki af­greitt það með flokks­leg­um hætti, þó vissu­lega séu þau sjón­ar­mið uppi víðar, sam­an­ber til­lögu um það sem ligg­ur fyr­ir þingi.“

Óþarft að fylgja Öss­uri eft­ir 

- Hvað seg­irðu um það sjón­ar­mið að full­trúi VG beri að fara með Öss­uri á ríkjaráðstefn­una á þriðju­dag­inn?

„Mál­efni Íslands er hálf­tíma atriði á þess­um fundi þar sem menn flytja fyr­ir­fram­samd­ar ræður. Þetta er aðeins pro forma at­höfn og eng­ar viðræður eða fund­ir nema tví­hliða fund­ir ráðherra eins og geng­ur.

Sjálf­ur at­b­urður­inn er mjög stutt­ur. Ég veit það vegna þess að við höf­um rætt það í nefnd­um um Evr­ópu­mál og farið sam­eig­in­lega yfir áhersl­ur Íslands þar og það sama mun ut­an­rík­is­ráðherra hafa gert með ut­an­rík­is­mála­nefnd. Það er ekki til­efni til að senda út liðssveit eins og að þarna væri verið að setj­ast að samn­inga­borði. Það er seinni tíma mál,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna og fjár­málaráðherra. Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert