Rifti samningum við Magma

Frá Suðurnesjum.
Frá Suðurnesjum. Ómar Óskarsson

„Það er al­veg ljóst að það eru mjög sterk sjón­ar­mið í þá átt í okk­ar þing­flokki að við vilj­um reyna að vinda ofan af þess­ari niður­stöðu. Það eru eng­ar nýj­ar frétt­ir,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, aðspurður um hvort flokk­ur­inn vilji rifta samn­ing­um við Magma Energy.

Þing­flokk­ur VG ræddi málið í gær og bár­ust þær frétt­ir af fund­in­um að þar hefði verið lagt til að slíta bæri samn­ing­um við fyr­ir­tækið.

„Umræðurn­ar í þing­flokkn­um í gær end­ur­spegluðu þetta. Þannig að þetta er að því leyti efn­is­lega rétt. Það var hins veg­ar ekki samþykkt nein álykt­un eða gerð sér­stök samþykkt, en þetta var andi umræðnanna.“

- Stytt­ist í að við get­um séð frek­ari skref af ykk­ar hálfu í mál­inu?

„Málið er í far­vegi á milli viðkom­andi ráðherra. Við mun­um hafa sam­ráð við þing­flokk­ana um málið. Það er verið að vinna í því.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka