Jón vill hætta viðræðum

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég skil ekki hvers vegna við erum að halda þessu áfram,“ seg­ir Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um þau um­mæli stækk­un­ar­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins að ekki sé hægt að fá var­an­leg­ar und­anþágur frá lög­um ESB.

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra, Steven Vanack­ere, ut­an­rík­is­ráðherra Belg­íu, og Stef­an Füle, stækk­un­ar­stjóri ESB, héldu blaðamanna­fund í Brus­sel í gær í fram­haldi af ríkjaráðstefnu sem mark­ar upp­haf aðild­ar­viðræðna. Spurður að því hvar Íslend­ing­ar drægju lín­una varðandi sjáv­ar­út­vegs­mál sagði Össur meðal ann­ars að ESB hefði áður komið með snjall­ar lausn­ir, klæðskerasaumaðar fyr­ir sér­stak­ar aðstæður. Af því til­efni lagði Stef­an Füle áherslu á að slíkt þyrfti að rúm­ast inn­an laga ESB, ekki væri hægt að veita nein­ar var­an­leg­ar und­anþágur.

Jón Bjarna­son sagði að málið ætti að fara aft­ur til Alþing­is, áður en farið yrði yfir þá þrösk­ulda sem það setti við málið. Tel­ur hann ástæðulaust að eyða meiri vinnu og pen­ing­um í aðild­ar­viðræður, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um aðild­ar­viðræðurn­ar við ESB í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka