Sjö börn ættleidd frá Kína

Frá Peking.
Frá Peking. Brynjar Gauti

Sjö íslenskar fjölskyldur hafa ættleitt börn í Kína og komu fjölskyldurnar heim í gær eftir hálfsmánaðar langa dvöl í Kína. Að sögn Íslenskrar ættleiðingar eru þessir nýju Íslendingar 5 stúlkur og 2 drengir.

Íslensk ættleiðing segir, að ættleiðingar með milligöngu félagsins séu orðnar jafn margar og þær voru allt árið í fyrra. Undanfarin fjögur ár hafi ættleiðingar að jafnaði verið þrettán á ári en árin þar á undan voru börn sem ættleidd voru til landsins að jafnaði um þrjátíu talsins.

Í ár hafa 14 börn komið til landsins fyrir  milligöngu Íslenskrar ættleiðingar og eru þau frá Kólumbíu, Tékklandi, Indlandi og Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert