Dularfullar auglýsingar um að leyndarmál verði afhjúpað í byrjun ágúst í flugstöðinni hafa vakið talsverða athygli.
Leyndarmálið er hinsvegar byrjað að kvisast út og hefur það fengist staðfest að Victoria's Secret-snyrtivörudeild verði opnuð innan tollfrjálsu búðarinnar í Leifsstöð innan skamms.
Victoria's Secret-vörurnar hafa verið afar vinsælar, ekki síst meðal íslenskra kvenna sem hafa birgt sig af kremum og spreyjum þegar þær halda vestur um haf.
ATHUGASEMD sett inn klukkan 12:50
Borist hafa tilkynningar til ritstjórnar mbl.is um að snyrtivörur frá Victoria Secret hafi fengist á Íslandi um tíma. Tekið skal fram að ekki er um að ræða nærfatnað frá vörumerkinu heldur einungis snyrtivörur sem verða seldar í flugstöðinni.