Hald lagt á fíkniefnið Khat í fyrsta sinn

Khat.
Khat.

Rúm­lega fer­tug­ur karl­maður frá Lit­há­en var hand­tek­inn á Kefla­vík­ur­flug­velli þann 10. ág­úst síðastliðinn, en í fór­um hans fund­ust 24 kíló af fíkni­efn­inu Khat.

Í fram­haldi hand­tók lög­regl­an á Suður­nesj­um rúm­lega fimm­tug­an Breta á gisti­heim­ili í Kefla­vík, sem tal­inn var vera sam­ferðamaður Lit­há­ans. Sá reynd­ist hafa um 13 kíló af sama efni í fór­um sín­um og fund­ust því sam­tals 37 kíló af Khat.

Efnið er afurð plöntu frá Norðaust­ur-Afr­íku og hef­ur verið þekkt á Norður­lönd­un­um síðustu ára­tugi en mun þetta vera í fyrsta sinn sem yf­ir­völd á Íslandi leggja hald á fíkni­efnið Khat.

Rann­sókn lög­reglu hef­ur leitt í ljós að senni­lega átti að flytja efnið til Kan­ada en það hafi ekki verið ætlað  til dreif­ing­ar á Íslandi.

Þá hafi komið í ljós að Bret­inn hafi komið til lands­ins í ág­úst­byrj­un, ásamt samlanda sín­um, og þeir hafi að öll­um lík­ind­um sent fjór­ar send­ing­ar af efn­inu til Kan­ada en óvíst er hversu mikið magn það var.

Ekki er talið að menn­irn­ir hafi átt sam­starfsaðila á Íslandi.
 
Rann­sókn lög­reglu á mál­inu er að ljúka, en báðir menn­irn­ir hafa setið í gæslu­v­arðhaldi síðan 11. ág­úst s.l. og renn­ur það út þann 20. ág­úst nk. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert