Bildt var fjandsamlegur í garð Íslands

Carl Bildt.
Carl Bildt. Reuters

Haft er eft­ir Björg­vin G. Sig­urðssyni, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra, í skýrslu um fall Lands­bank­ans, að Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, hafi verið fjand­sam­leg­ur í garð Íslands í kjöl­far þess að neyðarlög­in voru sett í októ­ber 2008. 

Í skýrsl­unni, sem Björn Jón Braga­son, sagn­fræðing­ur, gerði í fyrra að frum­kvæði Björgólfs Guðmunds­son­ar, fyrr­ver­andi for­manni bankaráðs Lands­bank­ans, er rak­inn aðdrag­andi þess að til skoðunar kom að Íslend­ing­ar fengju gjald­eyr­is­lán hjá Rúss­um.

Fram kem­ur, að Tryggvi Þór Her­berts­son, þáver­andi efna­hags­ráðgjafi for­sæt­is­ráðherra, hefði átt frum­kvæði að því að  Íslend­ing­ar sæktu stórt lán til rúss­neskra stjórn­valda. Hann hafi haldið í Aust­ur­veg síðsum­ars
2008 og fundað með rúss­nesk­um ráðamönn­um sem voru fús­ir að lána. Hafi það verið Vla­dímír Pútín, for­sæt­is­ráðherra, auk Al­ex­ei Ku­dr­in, fjár­málaráðherra Rúss­lands, sem höfðu for­göngu um þetta mál þar aust­ur frá.

Alls var um að ræða fimm millj­arða Banda­ríkja­dala, sem skyldu lánaðir með álagi upp á 30 til 50 punkta. Með þeirri upp­hæð hefði tek­ist að tvö­falda gjald­eyr­is­vara­forða Seðlabank­ans. Láns­beiðnin var all­flók­in í fram­kvæmd, þar sem samþykkja þurfti af­brigði frá rúss­nesk­um lög­um, en um­rædd­ir fjár­mun­ir voru skil­greind­ir í ein­hvers kon­ar „vel­ferðarsjóði“, sem var ætlaður til þjóðþrifa­mála inn­an­lands. Málið tafðist að auki vegna stríðsrekstr­ar Rússa í Abkas­íu.

Loks til­kynnti sendi­herra Rússa ís­lensk­um stjórn­völd­um að allt væri klappað og klárt og sendi Seðlabank­inn frá sér til­kynn­ingu um lánið að morgni 7. októ­ber, dag­inn eft­ir að neyðarlög­in svo­nefndu voru sett á Alþingi.

Babb í bát­inn

Hins veg­ar virt­ist und­ir eins koma babb í bát­inn og Rúss­ar aft­ur­kölluðu láns­lof­orð sitt fljót­lega. Seg­ir í skýrslu Björns Jóns, að helsta ástæða þessa muni hafa verið mik­ill og skyndi­leg­ur gjald­eyr­is­skort­ur þar eystra. Lán Rússa til Íslend­inga varð á end­an­um um 200 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, eða aðeins 4% af því sem upp­haf­lega var ráðgert. 

Að kvöldi 7. októ­ber ít­rekaði Davíð Odds­son, þáver­andi seðlabanka­stjóri, and­stöðu sína við aðkomu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í viðtali í Kast­ljósi Sjón­varps­ins. Í skýrsl­unni seg­ir hins veg­ar, að það hafi verið á færra vitorði að rík­is­stjórn­in hafði um líkt leyti tekið ákörðun um að leita á náðir sjóðsins og átti að til­kynna á blaðamanna­fundi Geirs H. Haar­de og Björg­vins G. Sig­urðsson­ar í Iðnó.

Haft er eft­ir Björg­vin í skýrsl­unni, að hann hafi undr­ast það á um­rædd­um fundi að Geir minnt­ist ekki á um­sókn um aðstoð til  Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Eft­ir fund­inn hefði hann kom­ist að hinu sanna. Á leiðinni frá Stjórn­ar­ráðinu og út í Iðnó muni Davíð hafa hringt til Geirs og tjáð hon­um að alls ekki mætti leita til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Hann hefði
tryggt lán hjá Rúss­um og að auki myndu Norður­lönd­in einnig lána Íslend­ing­um. Hefði Davíð síðan sjálf­ur sent úr frétta­til­kynn­ingu um málið.

Ýtt und­ir ólgu

Björg­vin seg­ist telja, að ís­lensk stjórn­völd hafi glatað mik­il­væg­um tíma með því að leita ekki undireins á náðir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Davíð hafi beitt sín­um áhrif­um til að fresta þeirri ákvörðun. Sú fimm vikna töf sem  fylgdi hefði gert vanda­mál­in erfiðari viðfangs og ýtt, að mati Björg­vins, und­ir þá ólgu sem kraumaði í sam­fé­lag­inu.

Síðan seg­ir í skýrsl­unni:

Skömmu eft­ir setn­ingu neyðarlag­anna fór Björg­vin á fund Norður­landaráðs í Hels­inki. Þar mætt hon­um tals­verður fjand­skap­ur og skila­boðin voru skýr: Þið verðið að fara á „pró­gramm hjá IMF“, fyrr verður ekk­ert lánað.

Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, virt­ist þó sýna Íslend­ing­um samúð, en hann var und­an­tekn­ing. Í kring­um 13. októ­ber var Björg­vin síðan kom­inn á fund evr­ópskra ut­an­rík­is­ráðherra í St. Pét­urs­borg og þá sem staðgeng­ill Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar. Ráðherr­arn­ir snæddu sam­an kvöld­verð í boði Valent­inu Matwiyen­ko, borg­ar­stjóra Pét­urs­borg­ar, og sat Björg­vin til borðs með henni, en sessu­naut­ar hans voru Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rússa, og Carl Bildt, sænsk­ur starfs­bróðir hans.

Bildt mun hafa verið fjand­sam­leg­ur í garð Íslend­inga. Hann var bein­lín­is „host­ile“, eins og Björg­vin kemst að orði. Björg­vin bar Rússalánið í tvígang und­ir Lavr­ov sem eyddi tal­inu. Þá lögðu starfs­menn ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins til að Björg­vin ræddi við Bern­ard Kouchner, ut­an­rík­is­ráðherra Frakka. Þar var sama uppi á ten­ingn­um."

Bönk­un­um verður ekki bjargað

Í skýrslu Björns Jóns er farið yfir aðdrag­anda hruns Lands­bank­ans árið 2008. Þar er m.a. full­yrt, að Davíð Odds­son hafi tjáð mönn­um þetta sum­ar, að ís­lensku bank­arn­ir hefðu verið „tekn­ir yfir af glæpa­mönn­um“, sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota.

Í skýrsl­unni seg­ir, að fyr­ir liggi vitn­is­b­urðir þriggja manna úr ólík­um átt­um sem áttu sam­töl við Davíð í júní og júlí. Boðskap­ur Davíðs á þeim tíma var skýr: „Bönk­un­um verður ekki bjargað.“

Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálf­ur per­sónu­lega í vegi fyr­ir því að tekið yrði stórt er­lent lán til að styrkja  gjald­eyr­is­vara­forðann.

Skýrsla um fall Lands­bank­ans 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert