„Brotaþoli getur aldrei borið ábyrgð á ofbeldisverknaði“

Björgvin Björgvinsson.
Björgvin Björgvinsson. mbl.is/Júlíus

„Ég er enn þeirr­ar skoðunar að hver og einn beri ábyrgð á að gæta sín varðandi neyslu [vímu­gjafa]. Það er vegna þess að þegar mann­eskja get­ur ekki spornað við verknaði vegna ástands síns þá eru til menn sem not­færa sér það. Mann­eskja sem er t.d. ofurölvi ber ekki neina ábyrgð á fram­kvæmd brots­ins – nauðgun eða misneyt­ingu,“ sagði Björg­vin Björg­vins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Björg­vin vék úr embætti yf­ir­manns kyn­ferðis­brota­deild­ar R-3 sl. þriðju­dag að eig­in ósk. Ástæðan var hörð viðbrögð við um­mæl­um sem eft­ir hon­um voru höfð í viðtali í DV á mánu­dag. Hann tel­ur að þau hafi verið mis­skil­in. Þeir sem til sín þekki viti hver afstaða hans sé og hvern mann hann hafi að geyma.

Tel­ur um­mæl­in mistúlkuð

Björg­vin seg­ir að þessi orð hafi verið túlkuð svo að hann telji að fórn­ar­lamb eða brotaþoli beri ábyrgð á of­beld­inu eða af­brot­inu.

„Það get­ur aldrei orðið og það er grund­vall­ar­atriði í rann­sókn sem er gerð hjá lög­reglu og ákæru­vald­inu,“ sagði Björg­vin. „Mér fannst viðbrögðin harka­leg, sér­stak­lega af því að þau voru byggð á mis­skiln­ingi. Brotaþoli get­ur aldrei borið ábyrgð á of­beld­is­verknaði – kyn­ferðis­legri misneyt­ingu eða nauðgun.“

Ýtar­lega er rætt við Björg­vin Björg­vins­son í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert