ESA gaf lengri frest til svara um Icesave

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Jón Pétur

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra og Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, greindu í gær öðrum ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá stöðu viðræðna við Hol­lend­inga og Breta um Ices­a­ve-inn­láns­reikn­ing­ana.

Meðal þess sem var rætt voru svör stjórn­valda til ESA, Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA, vegna meintra samn­ings­brota vegna inni­stæðna á Ices­a­ve. Frest­ur til að skila svör­um rann út 1. ág­úst sl. en ESA veitti rík­is­stjórn­inni lengri frest.

Ekki náðist í Stein­grím J. Sig­fús­son við vinnslu frétt­ar­inn­ar en að sögn aðstoðar­manns Gylfa Magnús­son­ar eru svör stjórn­valda til ESA enn í vinnslu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert